Þetta eru fallegustu borgir í heimi

París þykir sú fallegasta.
París þykir sú fallegasta. mbl.is/Colourbox

Það kemur kannski ekki á óvart en París varð efst á lista þegar ferðavefurinn Flight Network gerði könnun á hvaða borg væri sú fallegasta í heimi. Því miður fyrir Íslendinga þá komst Reykjavík ekki á topp 50 listann. 

Yfir eitt þúsund aðilar sem skrifa um ferðalög og selja ferðalög tóku þátt í könnuninni. New York varð í öðru sæti og London í því þriðja. Feneyjar og Vancouver urðu í fjórða og fimmta sæti. 

Mislangt er til fallegu borganna frá Íslandi. Á topp 20 listanum er meðal annars Amsterdam, Prag og Barcelona en þangað er oft hægt að fá bein flug. Aðeins erfiðara er fyrir fólk sem býr á Íslandi að skella sér í stutta helgarferð til Sydney eða Buenos Aires.

Milljónir heimsækja Feneyjar á Ítalíu ár hvert.
Milljónir heimsækja Feneyjar á Ítalíu ár hvert. AFP

Það vekur athygli að aðeins ein borg á Norðurlöndunum er á topp 50 listanum en það er norska borgin Bergen. Bergen er í 47. sæti á listanum. 

Hér má sjá þær borgir sem komust á topp 50 listann. 

1. París í Frakklandi. 

2. New York í Bandaríkjunum. 

3. London í  England. 

4. Feneyjar á Ítalíu.   

5. Vancouver í Kanda. 

6. Barcelona á Spáni.

7. Höfðaborg í Suður-Afríku. 

8. San Francisco í Bandaríkjunum. 

9. Sydney í Ástralíu. 

Óperuhúsið í Sydney er afar fallegt.
Óperuhúsið í Sydney er afar fallegt. mbl.is/Getty Images

10. Róm á Ítalíu. 

11. Singapore í Singapore. 

12. Lissabon í Portúgal. 

13. Amsterdam í Hollandi.

14. Prag í Tékklandi.

15. Rio de Janeiro í Brasilíu.  

16. Búdapest í Ungverjalandi. 

17. Istanbul í Tyrklandi.  

18. Tókýó í Japan. 

19. Vín í Austurríki. 

20. Buenos Aires í Argentínu. 

21. Toronto í Kanada. 

22. San Diego í Bandaríkjunum.  

23. Quebec City í Kanada. 

24. Hong Kong í Kína. 

25. Chicago í Bandaríkjunum. 

26. Bruges í Belgíu. 

27. Madríd á Spáni.  

28. Havana á Kúbu. 

29. Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

30. Jerúsalem í Ísrael.  

31. Edinborg í Skotlandi.  

32. Quito í Ekvador. 

33. Zurich í Sviss. 

34. Cuzco í Perú.  

35. St. Pétursborg í Rússlandi. 

36. Berlín í Þýskalandi. 

37. Hanoi í Víetnam. 

38. Queenstown á Nýja Sjálandi. 

39. San Miguel de Allende í Mexíkó.  

40. Seoul í Suður-Kóreu.

41. Dubrovnik í Króatíu. 

42. San Sebastian á Spáni. 

43. Bangkok í Taílandi.

44. Cartagena í Kólumbíu. 

45. Dyflinni á Írlandi. 

46. Marrakesh í Marokkó. 

47. Bergen í Noregi. 

48. Jaipur á Indlandi. 

49. Peking í Kína. 

50. Aþena í Grikklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert