Black Friday-tilboð flugfélaga ekki alltaf tilboð

Tilboðsverð eru í raun ekki alltaf tilboð.
Tilboðsverð eru í raun ekki alltaf tilboð. LEON NEAL

Samkvæmt verðkönnun Which? á svokölluðum Black Friday-tilboðum árið 2018 voru tilboð á vegum flugfélaga stundum engin tilboð eða ekki raunveruleg. 

Which? skoðaði auglýsingar frá stórum flugfélögum og ferðaskrifstofum sem settar voru í Black Friday-tilboðsbúning og skoðaði svo verðin á sömu flugferðum tveimur vikum seinna. 

Sumar flugferðirnar sem voru á „tilboði“ kostuðu það sama eða minna þegar verðlagið var kannað tveimur vikum eftir svokallaðan svartan föstudag. 

Til dæmis bauð flugfélagið Ryanair upp á 25% afslátt á einni milljón sæta á bilinu janúar til apríl 2019 sem keypt voru á svörtum föstudegi. Tveimur vikum seinna voru flugsætin ekki dýrari og voru til dæmis flug frá London til Óslóar og frá London til Lanzarote 5 pundum ódýrari en ef þau hefðu verið keypt á svörtum föstudegi.  

Flugfélagið EasyJet bauð 50 punda afslátt af 60 þúsund helgarferðum. Í verðkönnun Which? tveimur vikum seinna voru 8 af því 21 tilboði, sem kannað var, lægri en á svörtum föstudegi. Til dæmis kostaði 3 nátta ferð til Barcelona frá London í janúar 2019 26 pundum minna, tveimur vikum eftir svartan föstudag. 

Which? ráðleggur ferðalöngum að bera verð saman á milli flugfélaga, til dæmis með því að nota Skycanner. Einnig er mælt með því að lesa smáa letrið og kanna hvort aukagreiðslna sé krafist seinna. 

mbl.is