Ferðaklám sem ærir þig!

Hver vill ekki vera hér? Myndir sem merktar eru með …
Hver vill ekki vera hér? Myndir sem merktar eru með myllumerkinu "travelporn" æsa upp ferðalöngunina. Ljósmynd/instagram_brunettesbasar

Hefurðu séð myllumerkið #travelporn á Instragram? Ekki leita að því nema þig langi virkilega að æsa upp ferðalöngunina í þér.

Myllumerkið #travelporn er ekki alveg nýtt af nálinni á Instagram en sambærileg myllumerki finnast til dæmis fyrir skó og mat (#foodporn, #shoeporn). En hvað er málið með þetta travelporn-myllumerki? Vissulega er ekkert klámfengið við það, ekki í þeim skilningi orðsins, en hins vegar eru myndir sem merktar eru þessu myllumerkinu yfirleitt þannig að þær æsa upp ferðalöngun fólks.


Oft er um gjörsamlega trylltar ferðamyndir að ræða af ótrúlega fallegu landslagi og dýr eru gjarnan með á myndunum og fallegt fólk. Þegar horft er á travelporn-myndir fær maður einfaldlega þessa tilfinningu „Hingað vill ég fara!“ Eða það var a.m.k. upphaflega hugsunin með myllumerkinu en þar sem allir geta merkt sínar ferðamyndir með þessu myllumerki þá læðast auðvitað líka aðrar minna æsandi myndir með. Þetta er a.m.k klárlega myllumerkið sem þú ættir að vera að skoða ef þú vilt að ferðalöngun hellist yfir þig! Hér eru nokkur dæmi um fallegar myndir sem merktar hafa verið þessu myllumerki. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert