Hér verður áramótafjörið á Tene

Bambú sýnir áramótaskaupið. Snakkseðill í boði. Hattar og ýlur verða …
Bambú sýnir áramótaskaupið. Snakkseðill í boði. Hattar og ýlur verða á staðnum. Ljósmynd/BambúBar

Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum á Kanaríeyjum í ár eins og undanfarin ár. Þeir sem eru á Tenerife þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af skaupinu sem sýnt verður á íslensku börunum. 

Það lítur út fyrir að aðaláramótastuð Íslendinga á Tenerife verði á íslenska barnum Nostalgíu og á Bambú bar og bistro. Á Nostalgíu verður húsið opnað kl. 17.30 en þá byrjar krakkaskaupið á RÚV. Áramótaskaupið verður svo sýnt í beinni útsendingu á 6 skjáum bæði úti og inni með öflugu hljóðkerfi. „Eins og undanfarin ár verða trúlega nokkur hundruð manns hjá okkur,“ segir Herdís Hrönn Árnadóttir á Nostalgíu. Tilboð verða á barnum, karíókí og líklega íslenskur trúbador. „Síðan verður flugeldum skotið upp af ströndinni. Þetta verður gamlárspartí fyrir alla fjölskylduna.“

Gamlárspartí fyrir alla fjölskylduna verður í boði á Nostalgíu. Krakkaskaupið …
Gamlárspartí fyrir alla fjölskylduna verður í boði á Nostalgíu. Krakkaskaupið og áramótaskaupið verður sýnt á staðnum, flugeldum skotið upp frá ströndinni og karíókí. Ljósmynd/Nostalgía


Á Bambú bar og bistro verður húsið opnað kl. 19 og þar verður íslenska Áramótaskaupið sýnt. „Þetta verður eins og gott partí heima í stofu,“ segir Halla Birgisdóttir, eigandi Bambú, sem er búin að birgja sig upp af ýlum, höttum og skrauti. Ekki verður boðið upp á mat þetta kvöld en hinsvegar verður snakkseðill í boði. „Það eru bara nokkur skref niður á strönd og þangað verður farið á miðnætti til að fylgjast með flugeldunum.“

Íslendingar geta skálað yfir íslenska áraskaupinu á íslensku börunum Nostalgíu …
Íslendingar geta skálað yfir íslenska áraskaupinu á íslensku börunum Nostalgíu og Bambú bar á Tenerife. Ljósmynd/Bambú bar

Stutt frá Bambú er staðurinn St. Eugens  en þar verður ekkert sérstakt íslenskt í boði þetta kvöld, bara allskonar atriði á sviðinu og stuð að vanda. Barinn í Los Cristianos verður lokaður á gamlárskvöld enda aðalfjörið nær ströndinni en El Paso veitingastaðurinn verður opinn. „El Paso verður opinn eins og venjulega með okkar a la carte matseðil þannig að fólk getur valið sér það sem það vill og þarf ekki að kaupa rándýran jóla- eða áramótaseðil,“ segir Níels Hafsteinsson, einn eigenda El Paso, en veitingastaðurinn er við Castle Harbour-hótelið í Los Crisitanos. 

HÉR má lesa nánar um alla íslensku barina fimm á Tenerife.

Vertarnir á Nostalgíu taka árlega við hundruðum íslendinga á gamlárskvöld …
Vertarnir á Nostalgíu taka árlega við hundruðum íslendinga á gamlárskvöld enda fjölmargir sem kjósa að eyða jólum og áramótum úti. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert