Selma og Kolbeinn Tumi í borg ástarinnar

Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir.
Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Björnsdóttir flaug beint til Parísar eftir að tökum á þættinum Allir geta dansað lauk á föstudaginn. Selma var mætt til Parísar á laugardaginn þar sem hún hefur notið lífsins með kærasta sínum, Kolbeini Tuma Daðasyni.  

Leikhúskonan Selma og fjölmiðlamaðurinn Kolbeinn Tumi hafa verið saman í rúmt ár. „Good vibrations í París,“ skrifaði Kolbeinn Tumi á Instagram og vísaði þar með í lag The Beach Boys um leið og hann birti mynd af sjálfum sér og Selmu. Selma hefur einnig birt paramynd af þeim í París. 

Það er ekki að ástæðulausu að París er kölluð borg ástarinnar, að minnsta kosti virðist ást þeirra Selmu og Kolbeins Tuma blómstra í borginni. 

View this post on Instagram

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) on Feb 2, 2020 at 3:48pm PSTView this post on Instagram

Good vibrations í París.

A post shared by Kolbeinn Tumi Dadason (@kolbeinntumi82) on Feb 1, 2020 at 6:11pm PST


 

mbl.is