Langar biðraðir á flugvöllum í Bandaríkjunum

Langar biðraðir mynduðust á flugvellinum í Norður Karólínu á mánudag.
Langar biðraðir mynduðust á flugvellinum í Norður Karólínu á mánudag. Ljósmynd/Twitter

Langar biðraðir mynduðust á flugvelli í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum á mánudaginn. Af myndunum að dæma var tveggja metra reglan ekki í hávegum höfð og aðeins helmingur farþega var með andlitsgrímu. 

Mánudagurinn síðastliðinn var frídagur í Bandaríkjunum og því margir á faraldsfæti. Á Charlotte Douglas-alþjóðaflugvellinum í Norður-Karólínu mynduðust langar raðir og að sögn TMZ voru ferðalangar ekki ánægðir með hvernig staðið var að málum. 

Flugfélög í Bandaríkjunum hafa gefið út að þau muni reyna að gæta þess að of mikið af fólki safnist ekki saman á flugvöllum með því að fækka seldum miðum. Það virðist þó ekki hafa verið tilfellið á flugvellinum í Norður-Karólínu á mánudag.

Vegna langra raða fór svo að margir misstu af flugferðum sínum. Hunter Sáenz, blaðamaður WCNC í Charlotte, var á staðnum og birti þetta myndband af flugvellinum á mánudag.

mbl.is