Skuggaleg hótel sem standa nú auð

Burgh Island Hotel í Devon var innblástur fyrir skáldsögu Agöthu …
Burgh Island Hotel í Devon var innblástur fyrir skáldsögu Agöthu Christie. Skjáskot/Instagram

Fjölmörg hótel standa nú auð sökum kórónuveirufaraldursins. Sum eru þó skuggalegri en önnur og hafa verið innblástur glæpasagnahöfunda á borð við Agöthu Christie og Stephen King. 

Stanley Hotel í Estes Park í Colorado

Stephen King gisti í herbergi nr 217 á Stanley-hótelinu. Hann dreymdi illa á nóttunni og úr varð hin klassíska hryllingssaga The Shining.

„Mig dreymdi að þriggja ára sonur minn hlypi um gangana öskrandi. Brunaslanga var að elta hann. Ég fór á fætur, kveikti í sígarettu og settist í stól og horfði út um gluggann. Þegar sígarettan var búin var skáldsagan orðin ljóslifandi í huga mér,“ sagði King.

View this post on Instagram

A post shared by Stanley Hotel Official (@stanley_hotel_official1_) on Mar 11, 2020 at 2:30am PDT

Timberline Lodge í Oregon

Margar af útisenunum í The Shining eru teknar fyrir framan fjallahótelið Timberline Lodge sem er vinsæll gististaður fyrir skíðafólk. 

Burgh Island Hotel í Devon

Í Devon á Englandi er afskekkt og tignarlegt hótel sem var glæpasagnadrottningunni Agöthu Christie innblástur þegar hún skrifaði hina rómuðu glæpasögu Tíu litla negrastráka (And Then There Were None) árið 1939. Í sögunni eru tíu gestir saman komnir, fastir á eyju og láta lífið, einn í einu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert