Íbúar „Frozen-þorpsins“ á báðum áttum um framtíðina

Íbúar í austurríska bænum Hallstatt eru á báðum áttum um hvort þeir vilji fá straum ferðamanna aftur í bæinn. Bærinn hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin ár en hann var innblástur höfunda teiknimyndarinnar Frozen.

Aðeins 780 manns búa í fjallaþorpinu og hafa þau notið síðustu mánaða án ferðamannanna. En þó það sé notalegra í bænum án ferðamannanna hefur stór hluti bæjarbúa lifibrauð sitt af ferðamennskunni. 

Hallstatt er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Hallstatt er vinsæll áfangastaður ferðamanna. AFP
Austurrískir ferðamenn njóta þess að heimsækja bæinn á meðan færri …
Austurrískir ferðamenn njóta þess að heimsækja bæinn á meðan færri ferðamenn sækja landið heim. AFP
mbl.is