Auglýsa flug „út í buskann“

Kletturinn Uluru hefur táknrænt gildi í menningu frumbyggja Ástrala og …
Kletturinn Uluru hefur táknrænt gildi í menningu frumbyggja Ástrala og er talinn heilagur. AFP

Ástralska flugfélagið Qantas sló í gegn þegar það auglýsti flugferðir „til einskis staðar“ og nú hefur flugfélagið rúllað út annarri herferð. Nú auglýsir það flug „út í buskann“. 

Flug á milli landa er aðeins brotabrot af því sem það er í venjulegu árferði og fáir á faraldsfæti. Í Ástralíu, líkt og í öðrum ríkjum, er fólk hvatt til þess að ferðast innanlands og hefur Qantas nú svarað kallinu. 

Flug Qantas er sniðið að þeim Áströlum sem geta ekki yfirgefið landið en langar samt í ferðalag. 

Um er að ræða 24 tíma ferðalag frá Sydney til Uluru-fjalls. Innifalið er gisting á hóteli og skoðunarferð. 

Í fréttatilkynningu frá Qantas segir að brottför sé frá Sydney klukkan átta um morgun hinn 5. desember. Flogið er til Uluru-fjalls þar sem ferðalangarnir fá að upplifa Field of Light-listaverkið að kvöldi, borða þriggja rétta máltíð undir stjörnunum og hlusta á frásagnir ástralskra indíána.

Gestirnir gista svo á Sails in the Desert-hótelinu og vakna snemma til að sjá sólarupprásina. Síðan er brunað aftur til Sydney.

CNN Travel

 

 

mbl.is