Mælir með því að keyra um Suður-Frakkland með elskunni

Lee Litumbe er konan á bak við Spirited Pursuit þar …
Lee Litumbe er konan á bak við Spirited Pursuit þar sem finna má sögur og fallegar ljósmyndir af stöðum víðsvegar um heiminn. mbl.is/spiritedpursuit.com

Lee Litumbe er konan á bak við Spirited Pursuit þar sem finna má sögur og fallegar ljósmyndir af stöðum víðsvegar um heiminn. Litumbe hafði alltaf dreymt um að ferðast um Suður-Frakkland þar sem hún gæti kynnst vöggu ilmvatnsgerðar í heiminum, borðað girnilega osta og virt fyrir sér fegurð náttúrunnar. 

Hún keyrði um svæðið í einar tvær vikur með unnusta sínum, sem er franskur. Hún hóf ferðalagið í Lyon og mælir með því fyrir alla að ferðast um á bílaleigubíl á þessum stað. Hún segir einhver áhugaverðustu augnablikin á ferðalaginu hafa verið þegar þau voru að keyra á milli staða. Það að keyra í bíl styrki sambandið, svo og að gista á framandi stöðum í stað hefðbundinna hótela.

Þeir sem vilja efla sambandið eftir kórónuveiruna ættu að skoða leiðina sem Litumbe fór þar sem viðkomustaðir voru strendur, antikmarkaðir og fallegir staðir í náttúrunni.

Það er mikil náttúruparadís víða um suður Frakkland.
Það er mikil náttúruparadís víða um suður Frakkland. mbl.is/spiritedpursuit.com
Allt er vænt sem vel er grænt.
Allt er vænt sem vel er grænt. mbl.is/spiritedpursuit.com
mbl.is