Bieber-hjónin njóta lífsins á Havaí

Justin Bieber og Hailey Bieber fara í göngutúra á Havaí.
Justin Bieber og Hailey Bieber fara í göngutúra á Havaí. Skjáskot/Instagram

Justin og Hailey Beiber hafa verið að njóta lífsins í fríi á Havaí upp á síðkastið. Þau hafa nýtt sér allt sem eyjan fagra hefur upp á að bjóða og farið saman í göngutúra og snorklað í fagurbláu hafinu.

Hjónin hafa birt skemmtilegar myndir af sér í fríinu og Justin hefur skrifað djúpar hugleiðingar um lífið og tilveruna. 

„Fyrir þann sem hefur séð og gert allt er tilgangur lífsins fólginn í því að verja tíma með skapara okkar. Að gefa honum hlutverk í hversdagslífi okkar: að ganga með honum, njóta samverunnar. Að elska það sem hann elskar og elska þá sem hann elskar (alla).“

mbl.is