Sá kynþokkafyllsti nýtur lífsins á St. Barts

Michael B. Jordan nýtur lífsins með kærustunni á St. Barts.
Michael B. Jordan nýtur lífsins með kærustunni á St. Barts. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Michael B. Jordan og kærasta hans Lori Harvey njóta nú lífsins við strendur eyjarinnar St. Barts. Parið hefur deilt sjóðandi heitum myndum af sér í fríinu síðustu daga en Jordan var valinn kynþokkafyllsti maður heims á síðasta ári. 

Jordan og Harvey fóru fyrst að stinga saman nefjum seint á síðasta ári og opinberuðu samband sitt í byrjun þess árs. 

Karíbahafseyjan St. Barts er vinsæll áfangastaður ríka og fræga fólksins en þar er mikið næði og hægt að forðast myndavélar fjölmiðla. Tónlistarmaðurinn Robbie Williams er einmitt staddur á St. Barts um þessar mundir en hann er smitaður af kórónuveirunni og einangrar sig nú í einkavillu með einkaströnd. 

View this post on Instagram

A post shared by Lori Harvey (@loriharvey)mbl.is