Kynþokkafyllsti maður heims genginn út

Michael B. Jordan.
Michael B. Jordan. AFP

Leikarinn Michael B. Jordan og fyrirsætan Lori Harvey opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum á sunnudaginn. Jordan og Harvey sáust saman í lok síðasta árs en birtu loksins rómantískar myndir á instagramsíðum sínum um helgina og staðfestu ástarsamband sitt. 

Hinn 33 ára gamli leikari var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2020 í nóvember af tímaritinu People. Hann er þekktur fyrir að halda einkalífinu út af fyrir sig en fannst greinilega tími til að opinbera ástina. Harvey er fyrirsæta og dóttir grínistans Steve Harvey. 

Parið sást saman á flugvellinum í Atlanta rétt fyrir þakkargjörðarhátíðina í lok nóvember. Þau sáust síðan saman í lok desember í Salt Lake City en þau virðast hafa varið áramótunum saman. 

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem parið birti af sér. 

View this post on Instagram

A post shared by Lori Harvey (@loriharvey)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.