Heimsótti 70% landa í heiminum

Filippus prins var víðförull.
Filippus prins var víðförull. AFP

Filippus prins var víðförull maður og naut þeirra forréttinda að fá að ferðast til fjölda landa og kynnast ólíkum menningarheimum. Alls heimsótti hann um 70% landa í heiminum. Prinsinn lést 9. apríl síðastliðinn, 99 ára að aldri, og var borinn til grafar í gær, laugardag.

Sé miðað við að ríki heimsins séu 195 talsins heimsótti hann því um 136 lönd á sinni löngu ævi.

Hann heimsótti 50 lönd í breska samveldinu og fór í 229 ferðalög einn. Hann var verndari samtaka í 12 samveldislöndum, allt frá Bahamaeyja til Ástralíu. 

Filippus kom meðal annars hingað til Íslands í opinbera heimsókn fyrir hönd drottningarinnar og með henni seinna. Hann kom mörgum sinnum til Íslands í einkaferðir til að veiða.

Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins ferðuðust víða saman.
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins ferðuðust víða saman.
Filippus prins fór í yfir 200 ferðir einn síns liðs.
Filippus prins fór í yfir 200 ferðir einn síns liðs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert