Flogið beint til Búkarest

Frá Búkarest, sem stundum er kölluð litla París.
Frá Búkarest, sem stundum er kölluð litla París. Ljósmynd/Ștefan Jurcă

Aventura ferðaskrifstofa mun bjóða upp á beint flug til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, í fyrsta sinn frá Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aventura. 

Þar er að finna glæsilegt úrval 4 og 5 stjörnu hótela og áhugavert að sjá að flestir hafa bókað ferðina á 5 stjörnu hótelum,“ segir í tilkynningu. 

Um er að ræða tvö bein flug í október og segir í tilkynningu að viðtökur hafi verið mjög góðar og að fyrri ferðin sé þegar að seljast upp. Flogið verður með Avion Express flugfélagi, í beinu morgunflugi. 

Aventura ferðaskrifstofa merkir aukinn áhuga á borgarferðum í haust og býður einnig upp á bein morgunflug til Flórens og Prag í haust. 

mbl.is