Rúrik gefur aðdáendum ferðaráð

Rúrik Gíslasyni mælir með að heimsækja Ísland á sumrin.
Rúrik Gíslasyni mælir með að heimsækja Ísland á sumrin.

Fótboltakappinn fyrrverandi Rúrik Gíslason ráðlagði aðdáendum sínum á Instgram hvernig best er að ferðast um Ísland. Rúrik svaraði spurningum fylgjenda um hin ýmsu málefni og var hann meðal annars spurður út í góð ferðaráð. 

„Hvenær er best að ferðast til Íslands,“ spurði fylgjandi Rúrik. Rúrik mælti þá með því að koma með yfir sumartímann. Þá væri bjart allan sólahringinn og birti hann myndskeið sem tekið var klukkan tíu um kvöld því til staðfestingar. 

Rúrik greindi einnig frá því að honum þætti best að slaka á í fjallgöngu þar sem hann væri ekki í símasambandi. Hann birti síðan mynd af sér í ganga í íslenskri náttúru. 

Það jafnast fátt við íslenska sumarið.
Það jafnast fátt við íslenska sumarið. Skjáskot/Instagram
Rúrik kann vel við sig fjarri símasambandi.
Rúrik kann vel við sig fjarri símasambandi. Skjáskot/Instagram
mbl.is