Greiddu 17 milljónir fyrir hótelherbergi

Beyonce of Jay Z gerðu vel við sig í foreldrafríinu.
Beyonce of Jay Z gerðu vel við sig í foreldrafríinu. AFP

Hollywoodhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z skruppu saman í smá foreldrafrí til Lundúna nú á dögunum. Dvöldu þau á Corinthia, fimm stjörnu hóteli í miðri borginni.

Hjónin lifa hátt og því dugði ekkert minna en lúxusíbúðarsvíta undir þau meðan á ferðinni stóð. Stærð íbúðarinnar spannar 464 fermetra ef marka má frétt frá The Sun. Svítunni er lýst sem hinni glæsilegustu þar sem stórkostlegt útsýni er yfir alla borgina og útgengt á þakverönd frá öllum hliðum hennar. Baðherbergin eru marmaraklædd frá a til ö og óaðfinnanlegur hringstigi með risastórri kristalsljósakrónu í miðjunni skiptir upp hæðunum. Þá eru háklassaheilsulind og vínkjallari einnig hluti af svítunni. Að sögn heimildamanns The Sun greiddu hjónin um það  bil 100.000 pund fyrir vikuna en það nemur 17,7 milljónum íslenskra króna.

Beyoncé birti myndir á instagram af sér og eiginmanninum eiga notalegar stundir saman á hótelinu og er augljóst að íbúðin var ekkert slor. Lítur út fyrir að það hafi farið vel um þau hjónin í konunglegu svítunni.

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)
mbl.is