Breytt ferðamynstur eftir faraldurinn

Það má auðveldlega taka vinnuna með sér í frí með …
Það má auðveldlega taka vinnuna með sér í frí með því að nýta sér góða nettengingu og samskiptaforrit. Unsplash.com/Ishan

Brian Chesky framkvæmdastjóri Airbnb segist greina mikinn mun á ferðamynstur fólks eftir faraldurinn. Hann segir að svo lengi sem Zoom sé til staðar þá mun fólk síður hlekkja sig við skrifstofuna og taki lengri frí.

„Ferðalög, vinna og frí. Skilin þar á milli eru sífellt að verða óljósari,“ segir Chesky í viðtali við The Atlantic.

„Við höfum séð mikla aukningu í að fólk noti Airbnb fyrir lengri heimsóknir. 20% bókaðra nótta eru fyrir 28 daga eða fleiri. Helmingur bókana eru fyrir viku eða meira. Þetta er mikil aukning síðan fyrir faraldurinn. Nú þarf fólk ekki endilega að vera á vinnustaðnum.“

„Þá sjáum við mikla aukningu í að fólk ferðist með gæludýrunum sínum þar sem það dvelur lengur á áfangastað. Þá er filterinn um Wi-fi mikið notaður en fólk þarf að ganga úr skugga um að nettengingin virki vel þar sem það þarf að mæta á fundi á netinu.“

„Þá vill fólk frekar stærra húsnæði en áður. Fólk er lengur á einum stað til þess að bæði vinna og slappa af. Þessi hópur vill því meira pláss, fleiri herbergi og heimili sem bjóða upp á nýjustu tækni. Í þessum tilfellum er lítil íbúð á Manhattan ekki að heilla jafnmikið og stórt hús í smærri borg eða úthverfi. Það snýst ekki lengur allt um staðsetninguna heldur líka rýmið. Ég held að þetta sé vegna þess að fólk getur nú mikið til unnið heiman frá. Þá er barnlaust fólk ekki eins bundið og getur verið fjarri heimilinu fleiri daga eða mánuði í senn.“

mbl.is