Heiðruð í heimalandinu

Forsætisráðherrann Mia Mottley, tónlistarkonan Rihanna og nýkjörinn forseti Barbados, Dame …
Forsætisráðherrann Mia Mottley, tónlistarkonan Rihanna og nýkjörinn forseti Barbados, Dame Sandra Mason. AFP

Tónlistarkonan Rihanna lagði leið sína til heimalandsins Barbados í Karíbahafinu til að vera viðstödd þá sögulegu stund þegar breska nýlendan öðlaðist lýðveldi fyrr í vikunni. Rihanna er búsett í Lundúnum um þessar mundir en hún fæddist á Barbados árið 1988.

Rihanna var viðstödd hátíðarhöldin í glæsilegum appelsínugulum síðkjól þar sem hún var heiðruð þjóðarhetjuverðlaunum. En samkvæmt frétt frá Daily Mail er hún önnur konan í sögu Barbados sem hefur verið sæmd slíkum verðlaunum.

Nýtt skref var stigið í sögu eyríkisins Barbados þegar nýr forseti landsins, Dame Sandra Mason, var kosinn í október og sór hún embættiseið við hátíðlega athöfn undir forystu Karls Bretaprins á eyjunni Barbados.

Forsætisráðherra Barbados, Mia Mottley, heiðraði tónlistarkonuna stuttu eftir að lýðveldið var í höfn. Vitnaði hún til að mynda í lagatexta Rihönnu við lag hennar Diamonds þegar hún ávarpaði þjóðina. 

„Megir þú halda áfram að skína skært eins og demantur og vera þjóð þinni til sóma með verkum þínum og gjörðum,“ er meðal annars sem ráðherrann hafði að segja.        

Rihanna var heiðruð í heimalandi sínu Barbados.
Rihanna var heiðruð í heimalandi sínu Barbados. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert