Ronaldo í fjölskyldufríi eftir erfiðleika

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez njóta í sólinni.
Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez njóta í sólinni. Samsett mynd

Fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo og fyrirsætan Georgina Rodriguez eru í fjölskyldufríi. Fótboltafélag Ronaldo, Manchester United, gaf leikmönnum sínum stutt frí og fjölskyldan virðist vera að nýta það vel.

Ekki er vitað nákvæmlega hvert fjölskyldan fór og hvort öll börn séu með í för. Eitt er víst að þau eru í sólinni þar sem Ronaldo er ber að ofan á myndinni sem hann birti á Instagram. Ronaldo er frá Portúgal auk þess sem hann á glæsilegt hús á Spáni þar sem hann bjó lengi. Kannski hann hafi kíkt heim í sólina en þar er töluvert betra veður en á Englandi akkúrat núna. 

Það hefur verið sorg hjá fjölskyldunni vegna dauða sonar þeirra. Parið eignaðist nýlega tvíbura en sonur þeirra lést í þeirri fæðingu. Parið hefur verið saman í tæp sex ár.  

mbl.is