Hulunni svipt af huldukonunni í Portofino

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. AFP

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne sást kela við huldukonu á ferðalagi sínu um Ítalíu á dögunum. Delevingne hefur skilgreint sig sem tvíkynhneigða en hún hefur jafnframt sagt kynvitund sína geta verið breytilega. 

Delevingne hefur verið á Ítalíu síðustu daga og komið víða við á ferðalagi sínu þar. Til að mynda varði hún nokkrum dögum á Feneyjum með viðkomu á öðrum áfangastöðum, þar á meðal í vinsæla strandbænumn Portofino á Norður-Ítalíu, þar sem hún sást kyssa umrædda huldukonu.

Ljóst er orðið hver huldukonan er sem átti í innilegu kossaflensi við Delevingne. Samkvæmt því sem fram kemur á fréttamiðlinum Daily Mail, er það tónlistarkonan Leah Mason, sem er betur þekkt undir listamannanafninu Minke, sem um ræðir.

Óljóst er hversu lengi parið kemur til með að halda ferð sinni áfram um Ítalíu en það þykir þó ljóst að rómantíkin svífi þar yfir vötnum.

mbl.is