Ekki labba eins og Sveinn Snorri upp að gosinu

Sveinn Snorri Sighvatsson klæddi sig úr öllum fötunum við gosið …
Sveinn Snorri Sighvatsson klæddi sig úr öllum fötunum við gosið í fyrra. Ljósmynd/norrisniman á Instagram

Fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum um helgina eða næstu daga verður að gæta þess að vera vel búið. Í frétt á mbl.is kemur fram að skásta verðið til þess að dást að sjónarspilinu í Meradölum sé líklega á morgun.

Þótt Sveinn Snorri Sighvatsson leiðsögumaður og útvarpsstjarna hafi háttað sig fyrir framan gosstöðvarnar í fyrra þá er ekki mælt með að fara jafn nakinn og hann upp að gosinu. Það er betra að vera í fötum. 

Þetta þarftu að hafa meðferðis áður en þú leggur í hann:

Scarpa gönguskór njóta vinsælda. Skór frá merkinu fást í Ellingsen …
Scarpa gönguskór njóta vinsælda. Skór frá merkinu fást í Ellingsen og í Fjallakofanum.

Gönguskór

Það skiptir öllu máli að vera í góðum gönguskóm. Gönguskórnir þurfa að vera vatnsheldir og sólinn þarf að vera grófur - ekki útslitinn. Það er gott að ganga skóna til áður en haldið er í nokkurra tíma göngu. 

Þessir sokkar eru góðir fyrir gönguna að gosinu og líka …
Þessir sokkar eru góðir fyrir gönguna að gosinu og líka fínir hlaupasokkar. Efnið úr sokkunum er blanda af polyamide, Merino ull og teygjuefni sem gerir það að verkum að þeir halda vel að. Þeir fást í Ellingsen.

Göngusokkar

Göngusokkar skipta miklu máli því það er auðvelt að fá blöðrur á fæturna ef húðin nuddast við skóinn á einhvern hátt. Margir dýrka sokka með teygju sem halda vel utan um fótinn sjálfan og ekki síst kálfann. Best er að þessir sokkar séu úr ull eða ullarblöndu svo þeir haldi betri hita á fætinum og fólki verði ekki kalt. 

Patagonia flíspeysa fæst í Fjallakofanum.
Patagonia flíspeysa fæst í Fjallakofanum.

Hlý peysa

Gamla góða lopapeysan kemur að góðum notum hér en fólk sem á flíspeysu getur líka dregið hana fram.

Göngubuxur

Göngubuxur Það er nauðsynlegt að vera í góðum göngubuxum með hreyfivídd.

Húfa og vettlingar

Fólk ætti aldrei að fara í göngu nema vera með húfu og vettlinga meðferðis. Veðrið getur breyst snögglega. 

Baltasar Kormákur í úlpu frá 66°norður sem er hlý og …
Baltasar Kormákur í úlpu frá 66°norður sem er hlý og góð og myndi henta vel ef þú ætlar að labba upp að gosinu. mbl.is/66 north

Úlpa

Það ætti enginn að fara upp að gosstöðvunum nema vera með hlýja úlpu meðferðis. Hér er leikstjórinn Baltasar Kormákur í úlpu frá 66°norður sem er hlý og notaleg. 

Göngustafir

Það auðveldar fólki gönguna að hafa göngustafi. Göngustafir taka mesta álagið af hnjám og með þeim dreifist álagið. Það er líka gott fyrir hendurnar því göngustafirnir halda þeim í göngustellingum. Það er vont fyrir hendurnar að hanga meðfram líkamanum á göngu. Betra að þær hreyfist. 

Bakpoki

Það fer enginn í göngu án þess að vera með bakpoka. Í honum þarf að vera höfuðljós, vatnsbrúsi, hitabrúsi, göngunesti, orkustykki, vatnsheldur hlífðarfatnaður, sími og hleðslutæki. Gott er líka að hafa lítinn sjúkrakassa í bakpokanum og spritt. Ef fólk kann að meta súkkulaðirúsínur þá eru þessar með dökka súkkulaðinu sérlega hressandi þegar gangan fer að taka í. 

Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en ágætt að hafa hann til hliðsjónar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert