Sjóðheit og seiðandi í Mexíkó

Fegurðardrottningin Olivia Culpo er stödd í sólinni í Mexíkó.
Fegurðardrottningin Olivia Culpo er stödd í sólinni í Mexíkó. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um fegurðardrottninguna Oliviu Culpo sem ákvað að taka forskot á sumarið og er um þessar mundir stödd í töfrandi fríi í Mexíkó.

Culpo er ekki ein á ferð heldur nýtur hún sólarinnar með kærasta sínum, fótboltastjörnunni Christian McCaffrey, og systur sinni, Sophiu. Þau hafa meðal annars skemmt sér á ströndinni, sleikt sólina á glæsisnekkju og spilað golf. 

Fegurðardrottningin, sem var krýd ungfrú heimur árið 2012, sprengdi alla hitaskala þegar hún birti sjóðheitar bikinímyndir frá ferðalaginu á Instagram-reikningi sínum. 

Finnur fyrir mikilli pressu

Þótt Culpo virðist vera áhyggjulaus á myndunum greindi hún nýverið frá því að hún fyndi fyrir mikilli pressu að eignast börn.

Fegurðardrottningin, sem er 30 ára gömul, hefur verið að glíma við endómetríósu sem er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka og haft áhrif á frjósemi. 

mbl.is