Fílarðu slím?

Það er einfalt og ódýrt að búa til slím með …
Það er einfalt og ódýrt að búa til slím með börnunum sínum. Og töluvert skemmtilegra en kann að hljóma í fyrstu!

Slímgerð er æði sem fjölmörg ungmenni hafa heillast af og virðist ekki lát á vinsældum þess. Æðið byrjaði í Bandaríkjunum fyrir rúmlega tveimur ár og hefur að sjálfsögðu náð hæðum hérlendis enda hefur slímið hefur aldrei verið eins vinsælt og þá sér í lagi hjá yngri kynslóðinni.

Ýmsir sérfræðingar sem skoðað hafa ástæðuna fyrir vinsældum slímgerðar segja meðal annars að slímgerð geti komið í staðinn fyrir tölvu- og snjalltækjanotkun barna. Þau fái útrás fyrir sköpunarþörf og að það sé afskaplega róandi að handleika slím. Börn leika sér því miður ekki eins mikið úti í ýmsum útileikum og þau gerðu fyrir fáeinum áratugum og því er gott að þau hafi að öðru að snúa en tölvuleikjum. Ýmsar sérverslarnir, svo sem Föndurlist, selja efni til slímgerðar. Einnig ýmis aukaefni, svo sem glimmer, perlur og gerfisnjó til að skreyta slímið. En svo er einnig hægt að búa til slím með börnunum án þess að fara út í búð, svo fremi þú eigir sjampó heima.

Flest heimili eiga allt sem til þarf til að búa …
Flest heimili eiga allt sem til þarf til að búa til sjampóslím.



Hér er uppskrift að einföldu sjampóslími. Lengra komnum og þeim sem eru enn metnaðarfyllri í sínum slímtilraunum er bent á föndurverslanir. Þó getur líka dugað að eiga lím, til að búa til límslím.
1. Helltu ca 120 millilítrum að sjampói í skál. Því þykkara sem sjampóið er, því betra.
2. Nota má matarlit eða glimmer ef það er til á heimilinu til að skreyta slímið. Hrærið saman með skeið.
3. Bættu við 280 grömmum af maíssterkju (til dæmis ljóst Maizena eða Maisstivelse frá Coop). Einnig má nota kartöflumjöl.
4. Bættu við einni matskeið af vatni þar til þú hefur náð réttri þykkt. Þú gætir þurft allt að sex matskeiðum. Því meira vatn, því lausara slím, en ef þú vilt slím sem er meira eins og deig þá þarftu ekki mikið vatn.
5. Þegar slímið þitt hefur blandast því vatni og sterkju sem það nær að blandast er það tilbúið og hægt að leika við það. Mundu að geyma það í loftheldum umbúðum þegar þú ert hætt/ur að nota það. Þú þarft þarft ca. fjórðung úr eða hálfa teskeið til að fríska það við þegar þú leikur með það næst.
6. Góða skemmtun!

Heimilid: Wikihow

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert