Alvarlegur kennaraskortur í Þýskalandi

Ljósmyndari/Thinkstockphotos

Það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur áhyggjur af yfirvofandi kennaraskorti. Í Þýskalandi vantar einnig kennara í marga grunnskóla.

Formaður Þýska kennarasambandsins Heinz-Peter Meidinger sagði í viðtali við Frankurter Allgemeine að hann óttaðist að heil kynslóð nemanda í Þýskalandi muni bera skaða af kennaraskortinum. Hann  telur að reynslumiklir kennarar muni færa sig um set í „betri skóla“ en margir skólar, þar sem virkilega vanti öfluga kennara, eru nánast eingöngu skipaðir nýliðum.

Formaður Stéttarfélags kennara í Þýskalandi, Marlis Tepe, segðir stöðuna háalvarlega í mörgum grunnskólum. Það vanti kennara víða og neyðarástand sé það orð sem lýsi stöðunni best. Vandinn sé að auki líklegur til að aukast. Tepe benti einnig á að ekki sé hægt að búast við að kennarar, sem nýlokið hafa sinni menntun, muni endilega halda sig við kennsluna. Hún hefur sjálf langa reynslu af kennslu í grunnskóla og hvetur fólk til að vanmeta ekki starfið.

„Öll kennsla byggir á faglegri þekkingu og getu til að geta útskýrt fyrir og unnið með börnum. Til dæmis getur það beinlínis verið líkamlega hættulegt að kenna börnum íþróttir án þess hafa til þess rétta þekkingu. Einnig er mikilvægt að hafa víðtæka yfirsýn og þekkingu á öllum fögum. Ef til tökum til dæmis stærðfræði þá er mikilvægt að geta undirbúið kennsluna og miðlað henni. Það er ekki nóg að vita sitthvað um stærðfræði. Grunnskólakennari verður að getað miðlað og útskýrt hluti fyrir börnum,“ segir Tape.

Hún segir að sömuleiðis þurfi kennari að geta höndlað ástand eins og það að sumir nemendur koma vel læsir í fyrsta bekk meðan aðrir ná því fyrst í lok annars bekkjar að tengja saman fáeina stafi til að lesa fyrstu orðin. Kennslustofan verði sífellt erfiðari vinnustaður, stærri bekkir og fleiri börn með ýmiss konar vanda.

Heimild: Focus.de

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert