Bubbi fékk sér húðflúr eftir dóttur sína

Bubbi Morthens með nýju húðflúrin sín.
Bubbi Morthens með nýju húðflúrin sín. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fékk sér húðflúr eftir dóttur sína Aþenu Lind á dögunum. Bubbi birti mynd af húðflúrinu en Aþena hefur teiknað fígúru í líkindum við Óla prik handa föður sínum. 

Teikningin eftir Aþenu var ekki eina flúrið sem Bubbi fékk sér en hann fékk sér einnig mynd af gítar. Bubbi er vel skreyttur húðflúrum og fékk sér textabrot úr lögum sínum á kroppinn fyrr á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert