Arnar Gunnlaugs og María eiga von á barni

Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni.
Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. Skjáskot/Facebook

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eiga von á barni í byrjun árs 2024. 

Arnar tilkynnti gleðifregnirnar á Facebook með fallegri mynd af Maríu. „Hlökkum svo til að hitta þig. A perfect little stranger arriving Feb 2024,“ skrifaði hann við færsluna. 

Fyrir eiga Arnar og María eina dóttur saman, en Arnar á einnig tvö börn úr fyrra sambandi. Parið byrjaði að stinga saman nefjum árið 2017.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert