Íris Svava á von á barni

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í maí.
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í maí. Skjáskot/Instagram

Þroskaþjálfinn og áhrifavaldurinn, Íris Svava Pálmadóttir, og Arnþór Fjalarson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Von er á barninu í maí. 

Íris Svava er vin­sæl á In­sta­gram en þar tal­ar hún mikið um já­kvæða lík­ams­mynd og vill hún sýna að stærð lík­am­ans hef­ur ekk­ert með kynþokka að gera.

Hún tilkynnti gleðifregnirnar með færslu á Instagram sem sýnir sónarmyndir, þungunarpróf og ungbarnasett. „Það bætist við litlu fjölskylduna okkar og við fáum ný hlutverk í maí 2024. Mikil spenna og mikið þakklæti fyrir komandi tímum. Það er óvíst hvernig Önnu Bellu líður með að verða stóra systir samt, vildi ekkert kommenta á það,“ skrifaði Íris Svava við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Íris Svava (@irissvava)

Fjölskylduvefurinn óskar Írisi Svövu og Arnþóri innilega til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert