Barn Arons og Ritu fætt

Aron Pálmarsson og Rita Stevens.
Aron Pálmarsson og Rita Stevens. Samsett mynd

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson og kærasta hans, Rita Stevens, eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Barnið kom í heiminn 25. nóvember.

Aron flutti til Íslands fyrr á árinu og keypti hús í Hafnarfirði á dögunum. Þar býr fjölskyldan ásamt börnunum hennar Ritu sem eru tvö talsins. Aron á dóttur með leikkonunni og söngkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur. Hún fæddist 2017 og býr hjá móður sinni í Hveragerði.  

Fjölskyldan á mbl.is óskar Aroni og Ritu til hamingju með barnið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert