Tæknótröllið Timo Maas

Tæknitröllið Timo Maas.

Tæknitröllið Timo Maas.
mbl.is

Útvarpsþátturinn Party Zone er í dag með rótgrónari þáttum landsins og framlag hans til dansmenningar landsins mikið og gott. Líkt er farið með plötubúðina Þrumuna sem hefur þjónustað danshausum undanfarin ár af yfirvegaðri kostgæfni og þekkingu. Hvort tveggja á afmæli um þessar mundir, þátturinn ellefu ára en búðin tíu, og verður slegið upp veislu af tilefninu í dag.

Og það er engin smáræðis gestur sem mun kíkja í þá veislu en það er enginn annar en þýski tæknóboltinn Timo Maas.

Þjóðverjinn knái, sem spilar tæknó og hús, hefur skotist upp á stjörnuhiminn plötusnúðamenningar með afar skjótum hætti. Þannig er mál með vexti að í fyrra gerði hann endurhljóðblöndun af laginu "Dooms Night" sem velflestir sérfræðingar innan dansgeirans völdu lag ársins. Endurhljóðblöndunin varð reyndar það vinsæl að þegar lagið sjálft kom loksins út var blanda Maas það eina sem fólk vildi heyra. Síðari endurhljóðblandanir hafa svo allar verið endurhljóðblandanir af útgáfu Maas! Í kjölfarið hefur Maas krukkað í lög með t.d. Madonnu, Fatboy Slim, Placebo og Muse. Einnig sinnir hann eigin tónlistarsköpun og fyrsta blöndunarskífa hans, Connected, kom út í sumar. Maas var einn helsti plötusnúðurinn á Ibiza þetta árið og er með föst kvöld á einum stærsta dansstað Bretlands, Cream í Liverpool.

Timo mun spila á Gauki á Stöng í kvöld en einnig mun hann að sjálfsögðu kíkja í Party Zone-þáttinn, sem sendur er út á Rás 2, fyrr um kvöldið og þeyta svosem einni skífu eða tveimur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg