Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsar í Cannes

Hjörtur Grétarsson, Laufey Guðjónsdóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir frá Kvikmyndamiðstöðinni …
Hjörtur Grétarsson, Laufey Guðjónsdóttir og Guðrún Edda Þórhannesdóttir frá Kvikmyndamiðstöðinni stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

Nýstofnuð Kvikmyndamiðstöð Íslands heilsaði formlega upp á gestgjafa sína í Cannes og aðra samstarfsmenn og velunnara, gamla og nýja, með því að efna til sérstakrar móttöku á föstudaginn var á skrifstofu norrænu kvikmyndamiðstöðvanna, sem er á besta stað við strandgötuna La Croisette, meginæð kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Kvikmyndamiðstöðvar, hefur verið sérlega vel tekið á móti nýju miðstöðinni og starfsfólki hennar, en auk Laufeyjar eru á staðnum Hjörtur Grétarsson og Guðrún Edda Þórhannesdóttir, sem bæði tóku nýverið til starfa hjá Kvikmyndamiðstöð.

Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar eru í Cannes til að kynna það sem íslensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða um þessar myndir, þær myndir sem hlotið hafa styrk frá Kvikmyndasjóði, auk þess að greiða leið þeirra íslensku kvikmyndagerðarmanna sem eru í Cannes til að koma á framfæri myndum sínum eða hugmyndum að myndum sem stendur til að framleiða.

Cannes. Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir