Kóngur íslensku Wikipediu?

Íslenska Wikipediagreinin um Carles Puigdemont hefur lengi verið langvinsælasta lesningin …
Íslenska Wikipediagreinin um Carles Puigdemont hefur lengi verið langvinsælasta lesningin á íslensku Wikipediu. En hvers vegna? AFP

Tíðarandinn endurspeglast oft í þeim greinum sem mikið eru lesnar hverju sinni á frjálsa alfræðiritinu Wikipediu.

Í Wikipediuappinu má sjá lista yfir þær fimm greinar sem eru mest lesnar á völdu tungumáli. Íslenska Wikipediugreinin um Forsetakosningarnar 2024 er afar vinsæl um þessar mundir, sem og greinar um sjálfa forsetaframbjóðendurna. Þá er greinin um XXX Rottweilerhunda einnig vel lesin þessa dagana enda héldu þeir stórtónleika á föstudaginn, þann 17. maí.

En sama hvað tautar og raular hefur einn maður verið vinsælasta lesefnið á íslensku Wikipediu árum saman. Sá maður er katalónski stjórnmálamaðurinn Carles Puigdemont.

Puigdemont er vanur því að tróna á toppnum yfir mest …
Puigdemont er vanur því að tróna á toppnum yfir mest lesnu greinarnar á íslensku Wikipediu. Skjáskot/Wikipedia

Puigdemont á toppnum fjögur ár í röð

Hvers vegna er íslenska Wikipediugreinin um Puigdemont svona vinsæl?

Blaðamaður tók fyrst eftir vinsældum greinarinnar um árið 2020, þegar undirritaður hlóð fyrst niður Wikipediuappinu. Síðan þá virðist maðurinn ekki hafa dottið niður af topp 5 listanum en yfirleitt er hann í efsta sæti.

Carles Puigdemont i Casamajó er fyrrverandi forseti katalónsku heimastjórnarinnar á Spáni. Yf­ir­völd á Spáni ásökuðu hann um að skipuleggja ólög­lega þjóðar­atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Hann flúði land og hefur ýmist búið í Belgíu og Frakklandi síðustu ár. Hann bíður þess nú að fá sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í sjálfstæðisyfirlýsingunni. 

Menn eða vélmenni?

Þótt Puigdemont sé merkilegur stjórnmálamaður útskýrir það ekki hvers vegna 280 orða grein um katalónskan aðskilnaðarsinna virðist ávallt vera sú allra vinsælasta á íslensku Wikipediu.

Margt bendir til þess að þetta sé tilbúin umferð.

Fleiri hafa nefnilega vakið athygli á þessu á samfélagsmiðlum, sjálfir í leit að útskýringum. Undir Reddit-færslu frá því í janúar, þar sem þessi tiltekna síða er til umræðu, bendir einn á að forritarar noti gjarnan Wikipediugreinar til að prufukeyra þjarka, eða botta.

Þegar gögn yfir uppflettningarnar eru skoðuð má sjá að íslenska greinin fær oft nákvæmlega 288 uppflettingar á dag, sem er fremur óvenjulegt.

En hver veit? Kannski er þetta bara fólk sem vill fræðast um sjálfstæði Katalóníu. Ráðgátan um þessa dularfullu netumferð er allavegana enn ekki leyst.

Lesningarnar eru mismargar eftir dögum en greinin virðist alltaf vera …
Lesningarnar eru mismargar eftir dögum en greinin virðist alltaf vera mest lesin. Það vekur einnig athygli að hún fær oft jafnmargar lesningar marga daga í röð. Skjáskot/Pageviews
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Mundu að þolinmæðin þrautir vinnur allar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Mundu að þolinmæðin þrautir vinnur allar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson