Duran Duran sópar til sín verðlaunum

Hljómsveitin Duran Duran árið 2003.
Hljómsveitin Duran Duran árið 2003. AP

Poppsveitin Duran Duran hlýtur sérstök heiðursverðlaun á næstu Brit-tónlistarhátíð, sem fram fer 17. febrúar á næsta ári. Duran Duran, sem náði mestum vinsældum á 9. áratug 20. aldar, hefur selt rúmlega 70 milljónir breiðskífna frá upphafi ferils sveitarinnar. Einkum náðu breiðskífurnar "Rio" og "Seven and The Ragged Tiger" miklum vinsældum.

Flestir upphaflegu liðsmenn sveitarinnar voru hættir, fyrir utan Simon Le Bon og Nick Rhodes, þegar þeir ákváðu að koma allir saman aftur fyrir nokkrum mánuðum. Aðrir í sveitinni eru Andy Taylor, John Taylor og Roger Taylor. Verulegur áhugi er fyrir tónleikum sveitarinnar og hefur verið uppselt á þá alla hingað til, að sögn BBC.

Duran Duran, sem hlaut einnig heiðursverðlaun á tónlistarhátíð MTV fyrir nokkrum mánuðum, hyggst senda frá sér nýja breiðskífu næsta vor.

Meðlimir Duran Duran voru viðstaddir Myndbandaverðlaun MTV en þeir fengu …
Meðlimir Duran Duran voru viðstaddir Myndbandaverðlaun MTV en þeir fengu sérstök heiðursverðlaun. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Loka