Undirskriftalisti gegn hléum: Ekkert afsakið hlé!

Eysteinn Guðni Guðnason er einn þeirra sem eru andvígir hléum á kvikmyndum í bíóhúsum. Hann hyggst nú skera upp herör gegn þessum fasta lið kvikmyndahúsanna með söfnun undirskrifta gegn hléum.

Að sögn Eysteins stendur til að leggja fram undirskriftalista á myndbandaleigum, bensínstöðvum og verslunum og verður ráðist í það í byrjun næsta mánaðar.

En af hverju ákvað hann að ráðast í þetta verkefni?

"Ég er búinn að hafa þetta á heilanum í nokkur ár. Hlé eru í rauninni bara úreld og það eru margir sammála mér í því. Maður missir niður stemninguna við að horfa á mynd þegar hún er klippt í sundur í miðjunni. Myndir eru byggðar upp sem heild og eiga að vera sýndar í einu lagi," segir Eysteinn.

Þetta umræðuefni hefur oftar en ekki borið á góma og hafa ástæður talsmanna kvikmyndahúsanna jafnan verið þær að auglýsingahlé haldi miðaverði niðri.

Eysteinn telur sig þó hafa ráð við því en sá sem skráir sig á undirskriftalistann samþykkir jafnframt að miðaverð muni hækka um 50 krónur. Jafnframt samþykkja menn að versla ekki neitt í hléinu næstu þrjá mánuðina heldur birgja sig þeim mun betur upp fyrir myndina.

"Fólk kaupir meira á undan myndinni ef það veit að það er ekki hlé," segir Eysteinn.

Hann vill meina að ekki sé spurning um hvort hlé verði lögð niður á kvikmyndasýningum heldur hvenær.

Eysteinn segist bjartsýnn á góðar undirtektir við framlaginu.

"Ég ætla einnig að hafa lokaðan lista þar sem kvikmyndagerðarmenn geta mótmælt því að verið sé að eyðileggja listaverkið þeirra," segir Eysteinn og upplýsir að hann sé kominn með tengil að umboðsmanni leikstjórans Spike Jonze og vonast eftir stuðningi hans.

"Mörgum stendur ekki á sama um hvernig myndin þeirra er sýnd. Ég býst líka við að íslenskir kvikmyndagerðarmenn taki vel undir þetta," segir Eysteinn að lokum.

birta@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson