Lög Bjarkar í jassútsetningum

Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur eru ótvíræð.
Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur eru ótvíræð. AP

Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur á aðra tónlistarmenn eru óumdeild og hún nýtur víða mikillar virðingar og aðdáunar. Nú hafa jasstónlistarmenn í New York stofnað hljómsveit, Travis Sullivan's Bjorkestra, sem flytur tónlist Bjarkar í jassútsetningum.

Á heimasíðu hljómsveitarinnar segir, að tónskáldið, útsetjarinn og hljóðfæraleikarinn Travis Sullivan hafi myndað einstaka hljómsveit sem ekki sé hægt að draga í ákveðna tónlistarstefnudilka. Þar sé framsæknu teknópoppi Bjarkar blandað saman við hljóma og eðli nútímajass. Í hljómsveitinni, sem er 18 manna, séu bestu jasstónlistarmenn New York auk söngkonunnar Diana Kazakova, sem flytji nánast öll lög Bjarkar í útsetningum Sullivans.

Þá kemur fram að einstakir hljóðfæraleikarar í sveitinni hafi m.a. leikið með Charlie Hunter, Clark Terry, Ray Charles, The Spam Allstars, Jessica Simpson og Saturday Night Live Band.

Heimasíða Travis Sullivan's Bjorkestra

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson