Keisaraskurður sýndur í beinni útsendingu á bresku stöðinni Five

mbl.is

Breska sjónvarpsstöðin Five sýndi keisaraskurð í beinni útsendingu í gærkvöld, í þætti sem bar nafnið Birth Night Live, Fæðingarnótt í beinni. Það var lítill drengur að nafni Caleb sem leit þar dagsins ljós, en útsending stóð yfir í tvo tíma frá fæðingardeild Queens´s Medical Centre í Nottingham.

Ætlunin var að sýna eðlilega fæðingu en hætt við það af öryggisástæðum. Talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar sagði þáttinn hafa tekist afar vel og fæðinguna sömuleiðis. Framleiðendur höfðu fylgst með nokkrum konum seinustu daga sem komnar voru á steypirinn. Ein kvennanna var við það að fæða barn sitt þegar þátturinn endaði, en eins og fyrr sagði þá sást Caleb koma í heiminn, 2,7 kg snáði.

Þáttarstjórnendur voru afar hrærðir undir lok þáttarins, en stjórnendur Five höfðu heitið því fyrir útsendingu að henni yrði hætt ef eitthvað færi úrskeiðis í fæðingunni. Konunglegi háskólinn í fæðingarlækningum og kvensjúkdómafræði (Royal College of Obstetricians and Gynaecologists) var þó ekki hrifinn af uppátækinu, þar sem móðir og barn myndu ekki njóta friðar.

National Childbirth Trust, bresk góðgerðarsamtök sem helga sig meðgöngu og umönnunar barna, sögðu Five sýna ábyrgðarleysi og óþarfa áhættu með útsendingunni. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sýndi fyrir fimm árum fimm barnsfæðingar í þáttaröðinni Super Baby Tuesday. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getur ekki reynt aftur síðar. Einhver sendir þér skilaboð sem þú botnar lítið í.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getur ekki reynt aftur síðar. Einhver sendir þér skilaboð sem þú botnar lítið í.