Konungsbók enn söluhæst

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. Morgunblaðið/Einar Falur
Glæpasaga Arnalds Indriðasonar, Konungsbók, var söluhæsta bókin á landinu dagana 21.-27. nóvember. Hún heldur því toppsæti sínu á bóksölulista Morgunblaðsins frá því vikuna áður.

Konungsbók Arnaldar er einnig í fyrsta sæti listans í flokki íslenskra og þýddra skáldverka. Í flokki barna- og unglingabókmennta trónir Eragon - Öldungurinn efst, sömuleiðis aðra vikuna í röð. Hannes: Nóttin er blá mamma er í fyrsta sæti bóka í flokki ævisagna og endurminningar og ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, er söluhæsta ljóðabókin.

Sjá nánar á bls. 16 í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »