Bretar illa að sér í kynlífsfræðum

mbl.is

Einn af hverjum þremur Bretum trúir því að konur geti komið í veg fyrir þungun með því að hoppa ítrekað, þvo sér eða pissa eftir samfarir. Þetta kemur fram í könnun bresku samtakanna Family Planning Association, FPA, í tilefni af vakningarátaki um getnaðarvarnir þar í landi.

Könnunin leiddi í ljós ýmsar ranghugmyndir um getnaðarvarnir. Framkvæmdastjóri FPA, Anne Weyman, segir kynferðislegt myndefni og skilaboð dynja á nútímamanninum. Því sé nauðsynlegt að veita fólki upplýsingar um þetta þar sem ein af hverjum fimm þunguðum konum í Bretlandi fari í fóstureyðingu.

Könnunin leiddi í ljós að um helmingur þeirra 500 manna sem tóku þátt vissi ekki að konan væri frjóust 10-16 dögum fyrir blæðingar. 89% vissu ekki að sæðisfrumur gætu lifað í allt að viku í líkama konunnar. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes