Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki

Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja ...
Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja skiptið í maí mbl.is/Eggert
Eiríkur Hauksson mun syngja fyrir Íslands hönd í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram 10. maí næstkomandi í Helsinki í Finnlandi, sem er heimaland sigurvegaranna frá því í fyrra, Lordi. Lagið sem Eiríkur syngur heitir „Ég les í lófa þínum" og er lagið eftir Svein Rúnar Sigurðsson en textinn er eftir Kristján Hreinsson.

Eiríkur keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986 er Íslendingar tóku þátt í keppninni í fyrsta skipti. Þá flutti Eiríkur lagið Gleðibankann en lagið lenti í 16. sæti í keppninni. Eiríkur tók þátt í sömu keppni fyrir Noregs hönd árið 1991 og verður þetta því í þriðja skiptið sem Eiríkur keppir í Söngvakeppninni.

Níu lög kepptust um hylli áhorfenda í kvöld en alls bárust 188 lög í keppnina í nóvember. Valnefnd valdi svo lögin 24 sem kepptu sín á milli á þremur undarúrslitakvöldum en áhorfendur sáu um að velja níu bestu lögin sem kepptu í kvöld.

Í öðru sæti var lagið Eldur sem Friðrik Ómar flutti en feðgarnir Grétar Örvarsson og sonur hans Kristján sömdu lagið og textinn er eftir eiginkonu Grétars, Ingibjörgu Gunnarsdóttur.

Í þriðja sæti var lagið Þú tryllir mig sem Hafsteinn Þórólfsson flutti. Hann samdi jafnframt textann við lagið og samdi lagið með Hannesi Páli Pálssyni.

Lögin sem tóku þátt í kvöld eru:
„Bjarta brosið"
Lag: Torfi Ólafsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi: Andri Bergmann

„Þú tryllir mig"
Lag: Hafsteinn Þórólfsson
Texti: Hafsteinn Þórólfsson og Hannes Páll Pálsson
Flytjandi: Hafsteinn Þórólfsson

„Ég og heilinn minn"
Lag: Dr. Gunni og Ragnheiður Eiríksdóttir
Texti: Dr. Gunni
Flytjandi: Ragnheiður Eiríksdóttir

„Segðu mér"
Lag: Trausti Bjarnason.
Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir.
Flytjandi: Jónsi

„Ég les í lófa þínum"
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Kristján Hreinsson.
Flytjandi: Eiríkur Hauksson

„Eldur"
Lag: Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson.
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Flytjandi: Friðrik Ómar

„Blómabörn"
Lag: Trausti Bjarnason
Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Flytjandi Bríet Sunna Valdemarsdóttir.

„Húsin hafa augu"
Lag: Þormar Ingimarsson
Texti: Kristján Hreinsson
Flytjandi Matthías Matthíasson.

„Áfram"
Lag: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Sigurjón Brink
Texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Jóhannes Ásbjörnsson.
Flytjandi Sigurjón Brink.

Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina