Rúnar Freyr: Slær í gegn með norskum slagara

Rúnar Freyr Rúnarsson.
Rúnar Freyr Rúnarsson.

Akureyringurinn Rúnar Freyr Rúnarsson gaf út sína fyrstu plötu nýverið, Rúnar Eff, og hefur tökulagið Take on me, sem A-ha gerði frægt á sínum tíma, hljómað í viðtækjum víða, þar á meðal í Noregi.

Morten safnar stefgjöldum

„Morten Harkert og hinir strákarnir í bandinu eru auðvitað skráðir fyrir laginu, þannig að þeir brosa eflaust breitt til mín. Morten hefur þó ekki haft samband! Hver veit nema hann taki ábreiðu eftir mig, svona til að launa mér greiðann,“ segir Rúnar kankvís.

Platan var þó ekki alveg plönuð. „Upphaflega ætlaði ég nú bara að taka upp eitt lag og leggja nokkuð í það. Síðan hvatti félagi minn mig áfram og sagði að ég ætti nóg efni fyrir heila plötu, þannig að ég tók hann á orðinu. Það vildi líka þannig til að ég átti eitthvað af peningum aflögu, en það er nú liðin tíð,“ segir Rúnar sem fluttist til Danmerkur með konu sinni og barni fyrir fjórum árum.

„Ég fór til að læra margmiðlunarhönnun og spila íshokkí, en nú hef ég sagt skilið við hokkíið í bili. Ég hef einnig verið í söngnámi, auk þess sem ég kenni söng sjálfur.

Persónuleg plata

Þetta er allt frumsamið utan A-ha-lagsins. Þetta er svona að mestu leyti einhvers konar popp/rokk, en þarna er til dæmis að finna flamenco-takta og grínlög inn á milli. Textarnir fjalla um sjálfan mig og mína nánustu, fjölskyldu, vini og vandamenn. Flest lögin eru á ensku, en það fljóta einhver íslensk með,“ segir Rúnar sem vonast til að platan komist í sölu í Noregi.

„Ég hef fengið fína spilun í Noregi og er nú að semja um að selja hana þarna. Þá er í burðarliðnum tónleikaferðalag um Ísland, Noreg og Þýskaland, en það kemur allt betur í ljós síðar.“

Heimasíða Rúnars er:

www.runar.is.

Í hnotskurn
Þrítugur Akureyringur og tífaldur íslandsmeistari. Hefur starfað sem dyravörður, plötusnúður og trúbador. Heldur sérstaklega mikið upp á Elvis Presley.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Mundu að fara vel með það sem aðrir segja þér í trúnaði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir