Hárvöxtur Hauks Holm eykst

Hinn hárprúði fréttamaður Stöðvar 2, Haukur Holm, sem þekktur er fyrir skeleggan fréttaflutning, skartar um þessar mundir forláta hliðarbörtum, svokölluðum kótilettum.

„Þetta kom nú bara af sjálfu sér einhvernveginn, þetta stækkaði bara og stækkaði og varð loks að þessum hlemmum,“ segir Haukur og rifjar upp sögu af herlegheitunum.

„Fyrir um einu ári eða svo, þegar ég skartaði örlítið minni börtum, var ég á leið til útlanda. Þegar ég stend og skoða brottfararskiltið, heyri ég allt í einu djúpri röddu fyrir aftan mig „Hva, bara Elvis mættur?“ Þá var það Björgvin Halldórsson. Síðan fyrir stuttu sagði Óli Palli að ég væri alveg eins og Neil Young. Og þegar svona höfðingjar líkja manni við hetjurnar sínar hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Haukur og hlær.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir