Kraftur í Spears

Bandaríska söngkonan Britney Spears er ákveðin í að halda sínu striki á hljómplötumarkaðnum því hún ætlar að gefa út nýja plötu á 27 ára afmælisdeginum, þann 2. desember nk. Hefur hljómplatan fengið heitið Circus en í nóvember í fyrra  gaf hún hljómplötuna Blackout út. Sú hljómplata hefur fengið góða dóma en hún kom út í kjölfar mikilla erfiðleika söngkonunnar í einkalífinu. Þrátt fyrir að hafa gert lítið til að auglýsa Blackout þá náði platan platínusölu.

En nú virðist allt vera á réttri leið hjá Spears. Hún fékk þrenn verðlaun á MTV hátíðinni fyrr í mánuðinum og vakti athygli hversu vel Spears leit út þegar  hún tók við verðlaununum.

Meðal þeirra sem koma að gerð Circus eru Nate „Danja" Hills og Max Martin, sem hefur útsett marga af hennar helstu smellum, svo sem „Baby One More Time."

Fyrir þá sem bíða spenntir eftir nýrri tónlist frá Britney Spears þá mun fyrsta lag Circus, Womanizer, fara í spilun á útvarpsstöðvum þann 22. september.

Britney Spears
Britney Spears Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes