Reynir að láta reka sig úr starfi

Miley Cyrus.
Miley Cyrus. mbl.is

Leikkonan Miley Cyrus reynir víst allt sem hún getur þessa dagana til að verða rekin úr sjónvarpsþáttunum Hannah Montana svo hún geti einbeitt sér að söngferlinum. Cyrus, sem er fimmtán ára að aldri, á að vera orðin svo örvæntingarfull um að losna úr þáttunum að hún mætir alltaf of seint í tökur og hefur allt á hornum sér við samstarfsfólkið.

Samkvæmt slúðurvefnum TMZ.com styður faðir hennar, Billy Ray Cyrus, dóttur sína enda telji hann að hún muni hafa meira upp úr krafsinu sem söngkona. Cyrus kemur einnig fram í þáttunum um Hönnuh Montana.

mbl.is

Bloggað um fréttina