Slumdog raðar inn verðlaunum

Freida Pinto og Dev Patel, stjörnur kvikmyndarinnar Slumdog Millionaire.
Freida Pinto og Dev Patel, stjörnur kvikmyndarinnar Slumdog Millionaire. Reuters

Breska myndin Viltu vinna milljarð? eða Slumdog millionaire vann fyrstu verðlaun kvöldsins, á BAFTA verðlaunahátíðinni sem fram fer í konunglega óperuhúsinu í London. Verðlaunin sem um ræðir eru fyrir bestu tónlist í kvikmynd, en líklega er nóg eftir af verðlaunum fyrir þessa nýjustu mynd leikstjórans Danny Boyle. Hún var nefnilega tilnefnd til 11 verðlauna á hátíðinni.

Þá hefur myndinn einnig fengið verðlaun fyrir besta hljóð, bestu kvikmyndalist (e. cinematography) og fyrir besta handrit.

Aðalstjarna myndarinnar, hinn ungi Dev Patel sem tilnefndur er fyrir besta leik í aðalhlutverki, sagði á rauða dreglinum fyrr í kvöld að hann væri mjög hissa á því að vera tilnefndur. „Vill einhver vinsamlegast löðrunga mig?“ greinir fréttavefur BBC frá að hann hafi sagt við blaðamenn.

Nýjasta mynd Brads Pitt, The curious case of Benjamin Button, hefur fengið verðlaun fyrir bestu förðun og hár, en mikil vinna var lögð í að láta Pitt líta út fyrir að vera jafn ungan sem aldinn í myndinni og var umtalað fyrir nokkru síðan að hún fengi verðlaun fyrir þá vinnu.

Angelina Jolie og Brad Pitt mættu á BAFTA hátíðina í ...
Angelina Jolie og Brad Pitt mættu á BAFTA hátíðina í kvöld Reuters
Sharon Stone
Sharon Stone LUKE MACGREGOR
BAFTA verðlaunin afhent
BAFTA verðlaunin afhent LUKE MACGREGOR
Kate Winslett mætti á BAFTA verðlaunin í kvöld
Kate Winslett mætti á BAFTA verðlaunin í kvöld Stephen Hird
mbl.is

Bloggað um fréttina