Jackson lifandi?

Michael Jackson „gengur
Michael Jackson „gengur" inn í líkhúsið.

Myndskeið, sem sagt er sýna Michael Jackson stíga út úr líkbíl í Los Angeles eftir dauða hans, fer nú um netið. Mun þetta án efa styrkja málstað þeirra samsæriskenningasmiða, sem telja að dauði Jacksons hafi verið sviðsettur og hann sé enn á lífi og við góða heilsu. 

Að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar virðist myndskeiðið vera tekið í bílageymslu og sýnir manni vera fylgt út úr hvítum sendiferðabíl og gegnum dyr. Maðurinn er með svipaðan vöxt og hár og Jackson en andlit hans sést aldrei.   

Sá sem setti myndskeiðið á vefsvæðið Live Leak segist hafa fengið það frá „trúverðugum heimildarmanni." Segir á vefnum, að myndskeiðið sýni að Jackson hafi enn verið á lífi eftir að lík hans var sagt vera flutt í húsnæði réttarlæknisembættis Los Angeles.  

„Ég bar saman númerið á bílnum og það virðist vera að konungur poppsins sé að hoppa út úr sama bílnum og lík hans var flutt í."  

En bílnúmerið sést ekki á myndunum og engin dagsetning er á myndskeiðinu. 

Jafnvel notendur Live Leak, sem er gróðrarstía fyrir langsóttar samsæriskenningar, hafa miklar efasemdir.

„Michael Jackson, Elvis, 2Pac og Biggie eru allir saman að búa til tónlist. Ég mun birta myndir af því síðar," segir einn lesandinn.   

Staðfest var fyrr í vikunni, að krufning hafi leitt í ljós að Jackson lést 25. júní af völdum of stórs skammts af svefnlyfinu propofol. 

Myndskeiðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðrir treysta á að þú skipuleggir hlutina. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur hugsanlega tekjur þínar.