Sambandsslit hjá Witherspoon og Gyllenhaal

Ljósmynd úr UsWeekly af Jake Gyllenhaal ásamt Reese Witherspoon.
Ljósmynd úr UsWeekly af Jake Gyllenhaal ásamt Reese Witherspoon.

Leikaraparið Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal hafa slitið samvistum ef marka má fregnir slúðurmiðla. Parið hefur verið saman frá árinu 2007. Herma sömu heimildir að þrátt fyrir sambandsslitin þá séu þau vinir og ekki sé um framhjáhald að ræða. Ástin hafi einfaldlega kulnað.

Reese Witherspoon á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum og Íslandsvininum Ryan Phillippe.

mbl.is

Bloggað um fréttina