Houston neytti kókaíns fyrir dauðann

Whitney Houston.
Whitney Houston. Reuters

Söngkonan Whitney Houston hafði neytt nokkurs magns af kókaíni áður en hún drukknaði í baðkari Beverly Hilton-hótelsins í Los Angeles í Kaliforníu hinn 11. febrúar. Hún fékk líklega hjartaáfall sem varð til þess að hún rann ofan í baðvatnið og lést.

Þetta segir dánardómstjóri Los Angeles-borgar.

Talsmaður dánardómstjórans sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að ástand hjarta Houston hefði verið slæmt og kókaínneyslan gert illt verra, en fíkniefnið fær hjartað til að slá hraðar. Að auki hafði hún neytt maríjúana og ýmissa geðlyfja.

Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um dauða Houston. Þegar lögregla kom á vettvang voru engin merki um neyslu fíkniefna, en lögregla segir að „maður nokkur“ hafi komið á vettvang og fjarlægt öll ummerki þar um. Sá hinn sami sá söngkonunni fyrir fíkniefnum. Ekkert bendir til þess að dauða hennar hafi borið að með glæpsamlegum hætti og ekki er talið að neinn hafi verið viðstaddur þegar hún lést.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson