Með Piparsveininn á heilanum

Líklegast hefur fæsta getað grunað að tónlistarmaðurinn jarðbundni John Mayer væri veikur fyrir stefnumótaþættinum Bachelor. Mayer var gestur í spjallþætti bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Ellen DeGeners í vikunni og upplýsti þar um áhuga sinn á veruleikasjónvarpi.

„Ég er gjörsamlega sjúkur í Bachelor,“ sagði Mayer. „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það en ég sit límdur við skjáinn. Vinur minn hvatti mig til að gefa þættinum séns, ég hef horft síðan.“

Mayer er einhleypur og á mörg misheppnuð ástarsambönd að baki, meðal annars með stórstjörnunum Jessicu Simpson og Jennifer Aniston.

DeGeneres sleppti tónlistarmanninum ekki úr upptökuveri fyrr en hún var búin að bera upp hina augljósu spurningu, hvort hann gæti hugsað þér að taka að sér vera næsti piparsveinn. Svarið var nei.  

mbl.is