Nýr GOT leikari í tökum á Íslandi

Brenock O'Connor
Brenock O'Connor Skjáskot af Facebook-síðu The Theatre Workshop

Svo virðist sem hinn þrettán ára gamli Brenock O'Connor sé nýjasti meðlimur leikarahóps Game of Thrones sem er nú hérlendis við tökur.

Leiklistarskóli O'Connor í Sussex, The Theatre Workshop, tilkynnti að O'Connor hefði fengið hlutverk í þeim hluta þáttanna sem tekinn verður upp á Íslandi á Twitter-síðu sinni á dögunum.

O'Connor hefur nýlokið við að leika í bíómyndinni Nighmare Hunters, sem kemur út á þessu ári. Að auki hefur hann komið fram í tveimur þáttaröðum; BBC-þáttunum Holby City og Chickens, sem sýndir verða á Sky 1 í sumar. Hann hefur þó talsvert meiri reynslu af sviðsframkomu, en síðast fór hann með hlutverk Dodger í uppsetningu Cameron Mackintosh á söngleiknum Oliver!, sem byggður er á hinni sígildu sögu Charles Dickens.

Ekki er ljóst hvaða hlutverk O'Connor mun fara með, en getgátur eru uppi um að hann komi við sögu í ferð Arya Stark yfir Riverlands. Maisie Williams, sem fer með hlutverk Arya Stark sást nýlega á rölti í miðbænum.

Svo virðist sem Ísland verði ekki notað sem svæðið norður af Veggnum í þetta sinn, en mörgum þykir líklegt að landið verði notað sem Riverlands, „áttunda konungsríkið“ sem Tully-ættin, móðurætt Arya Stark ræður yfir. Þá hafa ýmsir velt því upp að senur frá Vale þar sem Arryn-ættin og móðursystir Arya ræður ríkjum verði teknar upp hérlendis.

O'Connor lék míní-útgáfu af Vinnie Jones í breskri sjónvarpsauglýsingu um mikilvægi skyndihjálpar sem sjá má hér:

The Theatre Workshop tilkynnir um hlutverk O'Connor.
The Theatre Workshop tilkynnir um hlutverk O'Connor. Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson