Úlfurinn á Wall Street til Íslands

Jordan Belfort er væntanlegur til Íslands.
Jordan Belfort er væntanlegur til Íslands. talkbacker.com

Sölumaðurinn frægi Jordan Belfort, betur þekktur sem Úlfurinn á Wall Street, er væntanlegur til Íslands en hann verður gestur á söluráðstefnu í Hörpu 7. maí næstkomandi.

Iceland Events stendur fyrir ráðstefnunni, að því er segir í tilkynningu.

Ekki er langt síðan kvikmynd um kappann, The Wolf of Wall Street, var sýnd í kvikmyndahúsum landsins.

Í tilkynningu segir að Belfort verði með sölukennslu og þjálfun á tækninni Straight Line Sales & Persuasion.

Miðasala mun fara fram á midi.is og harpa.is og og hefst fljótlega. Einnig geta stórir hópar og fyrirtæki forpantað miða á jordanreykjavik@gmail.is.

Kvikmyndin The Wolf of Wall Street var frumsýnd í lok seinasta árs og hlaut hún afar góðar viðtökur. Hún er einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin.

Hér má sjá Jordan kynna sölutækni sína:

Hér má sjá stiklu úr The Wolf of Wall Street:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson